Hjónabandið [1] (um 1980)

Hljómsveit var starfrækt á Höfn í Hornafirði í kringum 1980 – a.m.k. árið 1981 undir nafninu Hjónabandið en það ár lék hún bæði á heimaslóðum á Höfn og á Norðfirði.

Haukur Þorvaldsson var einn meðlima Hjónabandsins en ekki liggur fyrir á hvaða hljóðfæri hann lék, líklegt er út frá nafni sveitarinnar að hún hafi verið skipuð hjónum.

Óskað er eftir frekari upplýsingum um þessa sveit, meðlima- og hljóðfæraskipan hennar sem og um starfstíma sveitarinnar.