Hjónabandið [8] (2011)

Hljómsveit sem bar nafnið Hjónabandið lék á dansleik í Þistilfirði í Norður-Þingeyjarsýslu sumarið 2011 en engar aðrar upplýsingar er að finna um þessa sveit.

Hugsanlegt er að hér sé annað hvort um að ræða hljómsveitirnar Hjónabandið úr Önundarfirði eða Hjónabandið úr Fljótshlíðinni, sem báðar voru starfandi á þessum tíma en það hlýtur þó að vera ólíklegt að þær sveitir hafi farið svo langt frá sínu heimasvæði – hér er giskað á að umrædd sveit sé af norðausturhorni landsins.