Hljómsveit Guðjóns Sigurjónssonar (1974)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit sem lék í Veitingahúsinu Borgartúni 32 haustið 1974 undir nafninu Hljómsveit Guðjóns Sigurjónssonar en engin frekari deili liggja fyrir um sveitina eða um þennan Guðjón, hér er þó giskað á að um „gömlu dansa hljómsveit“ sé að ræða.

Því er hér með óskað eftir upplýsingum um þessa sveit, meðlimi hennar og hljóðfæraskipan.