Hljómsveit Garðars Olgeirssonar (1968 / 1997 / 2006)

Harmonikkuleikarinn Garðar Olgeirsson starfrækti a.m.k. þrívegis hljómsveitir í eigin nafni sem allar voru sérhæfðar gömludansahljómsveitir. Haustið 1968 lék sveit í hans nafni í Breiðfirðingabúð í nokkur skipti, og löngu síðar – 1997 og 2006 var hann með sams konar sveitir sem léku á dansleikjum innan harmonikkusamfélagsins. Engar upplýsingar er hins vegar að finna um meðlimi eða hljóðfæraskipan sveita hans.