Afmælisbörn 3. júní 2024

Haraldur V. Ólafsson

Tvö afmælisbörn úr íslenskri tónlistarsögu eru á skrá Glatkistunnar í dag:

Dr. Franz Mixa (1902-94) hefði átt afmæli á þessum degi. Dr. Mixa sem kom frá Austurríki var einn þeirra fjölmörgu erlendra tónlistarmanna sem komu til Íslands á fyrri hluta síðustu aldar og höfðu mikil áhrif hér. Hann kom hingað upphaflega til að stjórna hljómsveitum í kringum Alþingishátíðina 1930 en bjó hér svo og starfaði áfram, kom að stofnun Tónlistarskólanum í Reykjavík, starfaði sem undirleikari, við kennslu og hljómsveitastjórnun, lék inn á nokkrar plötur og sitthvað meira, og varð öðrum erlendum tónlistarmönnum hvatning til að koma hingað til starfa.

Svo er hér einnig nefndur Haraldur V. Ólafsson (1901-84) sem yfirleitt var kenndur við Fálkann. Haraldur var reyndar einnig tónlistarmaður, hafði lært á píanó og lék á yngri árum í Lúðrasveit Reykjavíkur á klarinettu en sneri sér síðan að fjölskyldufyrirtækinu Fálkanum, flutti inn hljómplötur til landsins og gaf út ógrynni platna í nafni fyrirtækisins, hann hafði því mikil áhrif á tónlist á Íslandi og framgang hennar.

Vissir þú að Nanna Bryndís Hilmarsdóttir söngkona Of monsters and men kom upphaflega fram undir nafninu Songbird?