Hljómsveit Gunnars Cortes (1950)

Haustið 1950 var SKT dansleikur í Góðtemplarahúsinu við Tjörnina auglýstur í blaðaauglýsingu með þeim orðum að Hljómsveit Gunnars Cortes léki fyrir dansi en aðeins einn Íslendingur bar þá nafnið Gunnar Cortes og var sá kunnur læknir.

Nokkrar líkur eru því á að um villu sé hér að ræða og að þar hafi átt að standa Hljómsveit Óskars Cortes en Óskar var fiðlu- og saxófónleikari og rak hljómsveit um líkt leyti, hann var bróðir Gunnars læknis.