Hljómsveit Gunnars Egilson (1952-57)

Klarinettuleikarinn Gunnar Egilson rak hljómsveitir í eigin nafni á árunum 1952 til 57 en starfaði jafnframt með öðrum sveitum á sama tíma svo ekki starfrækti hann sveit með samfelldum hætti.

Fyrir liggur að Gunnar var með hljómsveit í Keflavík árið 1952 og 53 og að Svavar Lárusson söng eitthvað með þeirri sveit en engar upplýsinga er að finna um hverjir aðrir skipuðu sveit Gunnars. Það sama má segja um tímabilið frá 1953 til 57, um var að ræða kvartett árið 1954 en engar heimildir finnast um stærð sveita hans að öðru leyti, og hvað þá hverjir skipuðu þær. Allar upplýsingar um þessar sveitir eru því vel þegnar.