Hljómsveit Gunnars Hólm (1983)

Trommuleikarinn Gunnar Hólm Sumarliðason lék með hljómsveitum á Ísafirði um árabil en einnig í félagi við staka tónlistarmenn í dúettum, sem léku á dansleikjum vestra. Haustið 1983 starfrækti hann þó hljómsveit í eigin nafni sem lék m.a. á balli framsóknarmanna á Suðureyri við Súgandafjörð og litlu síðar á Flateyri en þar var talað um tríó. Ekki liggja fyrir neinar upplýsingar um meðlima- eða hljóðfæraskipan þessarar sveitar Gunnars en upplýsingar þess eðlis væru kærkomnar.