Hljómsveit Gunnars Kvaran [1] (1968)

Hljómsveit Gunnars Kvaran

Harmonikku- og hljómborðsleikarinn Gunnar Ó. Kvaran rak hljómsveit um nokkurra mánaða skeið árið 1968 í eigin nafni undir nafninu Hljómsveit Gunnars Kvaran en hún var reyndar einnig kölluð Tríó Gunnars Kvaran áður en fjölgað var um einn í henni.

Sveitin mun hafa verið stofnuð vorið 1968 og í upphafi skipuðu sveitina auk Gunnars (sem lék á orgel) þeir Einar Hólm Ólafsson trommuleikari sem einnig söng og Jón Garðar Elísson bassaleikari en Helga Sigþórsdóttir söng með þeim félögum. Þannig var sveit Gunnars skipuð lengst af um sumarið þegar hún lék ýmist í næturklúbbnum Playboy við Borgartún og síðan Sigtúni en um haustið tók Erlendur Svavarsson við trommuleiknum og söngnum af Einari Hólm. Um svipað leyti bættist Haraldur Bragason gítarleikari í hópinn og þannig var sveitin skipuð uns hún hætti störfum síðla árs.