Hljómsveit Gunnars Kvaran [2] (2008-12)

Hljómsveit Gunnars Kvaran 2008

Harmonikkuleikarinn Gunnar Kvaran starfrækti hljómsveit innan harmonikkusamfélagsins og lék sveit hans oftsinnis á uppákomum tengdum Félagi harmonikuunnenda í Reykjavík á árunum 2008 til 2012, og líklega lengur án þess þó að heimildir liggi fyrir um það.

Árið 2011 skipuðu þeir Helgi E. Kristjánsson gítar- og bassaleikari, Hreinn Vilhjálmsson harmonikkuleikari, Guðmundur Steingrímsson trommuleikari og Reynir Jónasson harmonikkuleikari sveitina auk Gunnars en ekki liggja fyrir upplýsingar hverjir voru í henni á öðrum tímum, en slíkar harmonikkuhljómsveitir geta verið mjög misjafnlega skipaðar eftir tilefninu hverju sinni.