Bill Einarsson var Vestur-Íslendingur sem bjó og starfaði víða í Vesturheimi, hann lék á dansleikjum og öðrum skemmtunum og árið 1923 starfrækti hann hljómsveit sem var auglýst undir nafninu Hljóðfæraflokkur Bill Einarssonar en sveitin lék fyrir dansi á Íslendingamóti í Góðtemplarahúsinu í Winnipeg, þar sem hann bjó þá.
Engar frekari upplýsingar er að finna um Hljóðfæraflokk Bill Einarssonar.














































