Hljómkórinn [1] (1980)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um Hljómkórinn svokallaða sem var blandaður kór ungmenna á Þingeyri en þessi kór söng á tónleikum sem heyrðu undir tónlistarhátíðina Syngjandi páskar sem haldnir voru í þorpinu vorið 1980.

Hér er óskað eftir upplýsingum um stærð kórsins, hvers konar tónlist hann söng og jafnframt upplýsingum um kórstjórnanda og starfstíma.