Hljómleikafélagið var skammlífur félagsskapur áhugafólks um kammertónlist, sem tengdist Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar en uppákomur á vegum félagsins voru haldnar í sal skólans í Hraunbergi í Breiðholti.
Tilgangur Hljómleikafélagsins mun fyrst og fremst hafa verið sá að kynna Breiðhyltingum kammertónlist með tónleikahaldi en félagið virðist aðeins hafa verið starfandi árin 1991 og 92. Líklega voru aðeins tvennir tónleikar haldnir í nafni félagsskaparins.














































