Hljómsveit Guðmundar Einarssonar (1961)

Sumarið 1961 var starfrækt hljómsveit á sunnanverðum Vestfjörðum (að öllum líkindum) undir nafninu Hljómsveit Guðmundar Einarssonar en sú sveit lék þá á dansleik í tengslum við héraðsmót sjálfstæðismanna í Vestur-Barðastrandarsýslu.

Engar frekari upplýsingar er að finna um þessa hljómsveit og er því hér með óskað eftir þeim, þ.e. um meðlimi hennar og hljóðfæraskipan, starfstíma og annað sem heima ætti í umfjöllun um sveitina.