Tónlistarmaðurinn Gunnar Páll Ingólfsson starfrækti nokkrar hljómsveitir í eigin nafni á ýmsum tímum og misstórar, þessar sveitir voru hvorki áberandi né langlífar enda lék hann á gítar og söng með fjölmörgum öðrum hljómsveitum á sínum yngri árum.
Gunnar mun fyrst hafa stofnað hljómsveit árið 1956 en engar upplýsingar finnast um hljóðfæra- og meðlimaskipan hennar fremur en um aðrar hljómsveitir hans. Árið 1959 var hann aftur með hljómsveit sem lék í Vetrargarðinum í Vatnsmýrinni um haustið en síðan virðist líða all langur tími þar til næsta sveit hans leit dagsins ljós en það var árið 1975 en þá starfrækti hann tríó sem lék á Skiphóli í Hafnarfirði. Síðasta hljómsveit Gunnars Páls Ingólfssonar starfaði árið 1979 en hann starfaði sem fyrr segir með ótal öðrum hljómsveitum auk þess að koma fram einn með skemmtara.
Óskað er eftir frekari upplýsingum um hljómsveitir Gunnars Páls.














































