Á eyðieyju
(Lag og texti: Gunnar L. Hjálmarsson)
Ég sé
þig á hverjum morgni,
þú kemur inn í strætó
alltaf á sama horni,
alltaf á sama horni
dag eftir dag.
Þú ert
ógeðslega falleg
í bæklingi frá Hagkaup,
þú gætir verið módel,
þú gætir verið módel,
þú ert svo sæt.
Viðlag
Ég stari á hnakkann þinn,
mér hleypur kapp í kinn,
ég læt mig dreyma um að við séum á
eyðieyju.
Þú veist
ekki hvað ég heiti,
í þínum augum er ég
þessi ljóti feiti,
þessi ljóti feiti
fyrir aftan þig.
Viðlag
Við veltumst um í fjörunni,
kyssumst í hafgolunni,
sameinumst í eitt undir sólinni
á eyðieyju langt frá Hlemmi
á eyðieyju bara
ég og þú á eyðieyju bara …
ég og þú á eyðieyju bara við tvö.
[af plötunni Dr. Gunni – Stóri hvellur]














































