Á fornum slóðum

Á fornum slóðum
(Lag / texti: Magnús Bjarni Helgason / Jónbjörg S. Eyjólfsdóttir)

Ég á mér stað þar sem ég uni mér tíðum,
ég á mér stað og hérna lyngbúinn grær.
Ég vitja hans í vorsins unaði blíðum
er vaggar rótt hinn blái síkviki sær.
Um æðar mér
nú finn ég unaðinn streyma,
hérna átti ég heima
ilmur jarðar er enn svo ljúfur hér.
Og Álfaborg
sem fagnar ætíð mitt hjarta
hulduhöllin mín bjartaennþá óhögguð er.

Og lindin tær sem hér í lyngmónum kliðar
á ljúfan keim sem enn er hugþekkur mér.
Þá ljósu veig ég þrái löngum að teyga
úr lófa-skál er hægt að vörum ég ber.

Við hafsins nið
er sælt að sofna og dreyma,
það er söngurinn heima
er mér fylgir á fjarlæg draumasvið.
Um gluggann minn
í kvöld hann kemur með blænum
eins og kveðja frá sænum
eftir árlanga bið.

Hér á ég spor og hér ég ann hverjum steini,
mitt æskuvor hérna fagnandi leið.
Ég burtu fór, en ætíð lifði í leyni
hin ljúfa kennd til alls er heima mín beið.
Um Dyrfjalls tind
er enn sem dansi á kveldi
blik af deyjandi eldi
en að morgni sem musteri hann skín
í sólarglóð.
Ég mun í sál minni geyma
fegurð sumarsins heima.
Hér er bernskubyggð mín.

[m.a. á plötunni Fjörðurinn okkar – ýmsir]