Á þjóðhátíð (Þjóðhátíðarlag 1998)
(Lag / texti: Geirmundur Valtýsson / Guðjón Weihe og Geirmundur Valtýsson)
Við erum öll á þjóðhátíð,
við erum öll á þjóðhátíð,
við gerum á þjóðhátíð
allt sem við viljum.
Segja vil ég þetta þér
þegar dans á völdin.
Allra best ég uni mér
inni í Dal á kvöldin.
Hér er bergið logum lýst,
létt um bros hjá meyjum.
Þér mun líka það er víst,
Á þjóðhátíð í Eyjum.
Dátt um allan dalinn minn
duna gleðiköllin.
Glampa slær á gítarinn,
græna hlíð og fjöllin.
Ævintýrin mest ég met
meðan eldur brennur.
Héðan ekki fer ég fet
fyrr en dagur rennur.
Við erum öll á þjóðhátíð,
við erum öll á þjóðhátíð,
við gerum á þjóðhátíð
allt sem við viljum.
Við syngjum öll á þjóðhátíð,
við dönsum öll á þjóðhátíð,
við gerum á þjóðhátíð
allt sem við viljum.
Já hérna er gleði og gaman
og gantast í tjöldum og hlíð.
Hjá bálinu setið er saman
og sungið á þjóðhátíð.
Við erum öll á þjóðhátíð,
við erum öll á þjóðhátíð,
við gerum á þjóðhátíð
allt sem við viljum.
Við syngjum öll á þjóðhátíð,
við dönsum öll á þjóðhátíð,
við gerum á þjóðhátíð
allt sem við viljum.
[af plötunni Geirmundur Valtýsson – Dönsum]














































