Að þú skulir elska hann Angantý!
(Lag / texti: erlent lag / Jónas Árnason)
Hann er mjór og hann er smár,
hann er hvorki fimur né knár.
Enda skilur enginn neitt í því
að þú skulir elska hann Angantý,
hann Angantý, hann Angantý,
að þú skulir elska hann Angantý.
Ég er þrekinn, ég er hár,
ég er bæði fimur og knár.
Mér finnst ekki vera vit í því
að þú skulir elska hann Angantý,
hann Angantý, hann Angantý,
að þú skulir elska hann Angantý.
Oj og fuss og fuss og fuss og
oj og fuss og svei-svei,
oj og fuss og í-æ-í,
að þú skulir elska hann Angantý,
hann Angantý, ó, í-æ-í,
að þú skulir elska hann Angantý.
Hann er snauður og hann á
ekki neitt sem konur þrá,
hvorki gull né dúkadaffirí
en samt þú elskar hann Angantý,
hann Angantý, hann Angantý,
já samt þú elskar hann Angantý.
Ég í góðum efnum er
enda vil ég bjóða þér
silfur, gull og dúkadaffirí
en samt þú elskar hann Angantý,
hann Angantý, hann Angantý,
já samt þú elskar hann Angantý.
[engar upplýsingar um lagið á plötum]














































