Alla tíð

Alla tíð
(Lag / texti: Vignir Snær Vigfússon / Friðrik Sturluson)

Ég veit að það var óumflýjanlegt.
Við ultum yfir stein þó gatan væri greið.
Þá sá ég loks mitt eina sanna ljós.
Í svefni mínum samt ég segi þér.

Alla tíð mun ég fylgja þér,
allt þitt líf meðan enginn sér.
Þú munt skynja að ég er til
ef ég snerti þig hér um bil.

Hvert andartak er eilífð fyrir mér.
Þú engu getur breytt, það dugar ekki neitt.
Þú veist það nú ég vaki yfir þér
því að ég er ástin þín.

Alla tíð mun ég fylgja þér,
allt þitt líf meðan enginn sér.
Þú munt skynja að ég er til
ef ég snerti þig hér um bil.

[af plötunni Írafár – Írafár]