Allt á okkar valdi
(Lag / texti: Jón Múli Árnason / Jónas Árnason)
Þó fíflin glotti og gapi nú
og geri oss þungt í skapi nú
og margur illgjarn api nú
okkur spái að tapi nú,
út á skakk og skjön
skulu þeirra plön
sem þau hafa jafnan verið vön!
Fúlmennin hyggjast fóðra
fátæku börnin á
möðkuðum rófum, ekki appelsínum.
Þeir vilja að greyin verði
vesældarleg og grá
á jólunum, þjáð af margskyns
magapínum.
En það er allt á okkar valdi
að afstýra slíku jólahaldi.
Kátir því saman syngjum,
sigrandi göngum kringum
einiberjarunn.
Þó ýmsir glópar græði nú
og gullið víða flæði nú
og heilög jól menn hæði nú
og herji nautaæði nú,
er ennþá góð og gild
vor gamalkunna snilld.
Við sigrum fjendur okkar eftir vild!
Ótrauðir æ vér berjumst
einugi hræddir við
ótuktarskapinn í þeim
kumpapánum,
sem helst vilja halda jólin
að heiðinna manna sið
og útskúfa vilja ilminum úr trjánum.
Því það er allt á okkar valdi
að afstýra slíku jólahaldi.
Kátir því saman syngjum,
sigrandi göngum kringum
einiberjarunn!
[engar upplýsingar um lagið á plötum]














































