Allt sem ég sé
(Lag / texti: Vignir Snær Vigfússon / Birgitta Haukdal)
Inn í nóttina,
líð andvaka
Ligg á hlýjum stað,
stari‘ á veggina.
Ég sé…
Allt á hreyfingu,
óttinn glepur mig.
Birtast mér sýnir
óstöðvandi.
Ég sé…
Allt sem ég sé
lifandi,
allt sem ég sé
er svífandi.
Í rökkrinu
þar læðist líf
þar sem enginn sér
eða nær til mín.
Ég veit…
Er það tálsýn ein
eða sjónhverfing
sem leiðir mig
á annað svið.
Ég sé…
Allt sem ég sé
lifandi,
allt sem ég sé
er svífandi.
[m.a. á plötunni Írafár – Allt sem ég sé]














































