Amma og draugarnir

Amma og draugarnir
(Lag / texti: erlent lag / Jónas Árnason)

Hún amma mín gamla
lá úti í gljúfri.
Dimmt var það gljúfur
og draugalegt mjög.

Viðlag
En amma mín mælti
og útaf hún hallaði sér:
„Ég læt engan svipta mig svefni í nótt;
sama hver draugurinn er.“

Kom þar hún Skotta
með skotthúfu ljóta.
Tönnum hún gnísti,
glotti og hló.

Viðlag

Kom þar hann Móri
á mórauðri treyju,
ofan sitt höfuð
af hálsinum tók.

Viðlag

Kom þar hann Glámur
með glyrnurnar rauðar.
Kurteislegt ekki
var augnaráð hans.

Viðlag

Kom þar einn boli,
kenndur við Þorgeir,
æstur í skapi
og öskraði hátt.

Viðlag

Loks kom hann afi
að leita að ömmu.
„Æ, ertu hér,“ sagði hann,
„elskan mín góð.“

Viðlag

[á plötunni Þrjú á palli ásamt Sólskinskórnum – Ný barnaljóð Jónasar Árnasonar]