Appelsínugult myrkur

Appelsínugult myrkur
(Lag / texti: Hafsteinn Þráinsson og Una Torfadóttir / Una Torfadóttir)

Ég þori ekki alveg heim,
ekki strax.
Ef að ég fer inn
og loka á eftir mér er óvíst að
nóttin haldi sínu striki.

Vindinn gæti lægt,
það gæti stytt upp.
Það gæti komið dagur
ef ég fylgist ekki mjög vel með.
Það gæti gerst á augnabliki.

Það er þung þögn og vindur.
Appelsínugult myrkur.
Í fimmta hverju spori sést ég
dansa í pollum af ljósum.
Baða út höndum og fótum.
Ég er lélegur dansari
en ágætis skemmtun.

Veistu það ég sver,
ég er alveg viss.
Rigning hefur aldrei áður
fallið svona fallega.
Hvenær lærði vatn að fljúga?

Það er þung þögn og vindur.
Appelsínugult myrkur
Í fimmta hverju spori sést ég
dansa í pollum af ljósum.
Baða út höndum og fótum.
Ég er lélegur dansari
en ágætis skemmtun.

Ég ætla aldrei heim,
ég verð hér.
Því ef ég fer mun nóttin hætta að
vera svona heillandi.
Það gæti gerst á augnabliki.

Það er þung þögn og vindur.
Appelsínugult myrkur.
Í fimmta hverju spori sést ég
dansa í pollum af ljósum.
Baða út höndum og fótum.
Ég er lélegur dansari
en ágætis skemmtun.

Það er þung þögn og vindur.
Appelsínugult myrkur.
Í fimmta hverju spori sést ég
dansa í pollum af ljósum.
Baða út höndum og fótum.
Ég er lélegur dansari
en ágætis skemmtun.

[af plötunni Una Torfa – Sundurlaus samtöl]