Ást til sölu

Ást til sölu
(Lag / texti: Stefán Jóhannsson / Gunnlaugur Ólafsson)

Í fyrrinótt var ég á ferð
er ég fann þig, við drukkum saman dús.
Frá þessu segja ég verð
það fór illa og hjarta mitt er fullt af blús.
Þú gafst fyrirheit fögur
ég fylgdi þér ákafur inn á bar,
þar ljúffengur lögur
brátt lífgaði uppá samræðurnar.
Þú sagðir mér sögur,
um sannleikann, lífið og syndirnar
og uppúr hálffjögur
ég ölvaður af ást og víni var.

Það sá ekki teljandi á þér
þó að tæmt hefðir með mér viskíflöskuna.
Þú hvíslaðir hvetjandi að mér:
„Hvað með afslátt á alla heilu nóttina” ?
Öll mín ást varð að engu
er ég uppgötvaði þitt ævistarf,
ég var táldreginn drengur
mín draumsýn um þig það sem enginn þarf.
Þetta er ferlegur fjandi,
ég fer á barinn sem oftar, því er nú ver,
ekki í ofgóðu standi,
mér gengur afleitlega að gleyma þér.

[á plötunni Danshljómsveit Friðjóns Jóhannssonar ásamt fjölda góðra gesta – 44 íslensk alþýðu dans- og dægurlög]