Ástin er rokk og ról
(Lag og texti: Gunnar L. Hjálmarsson)
Stundum virðist allt komið klessu í
og margir gera sér rellu út af því,
þeir ættu nú bara að fara í frí
eða í partí.
Fúlmenni og fantar voru komnir á kreik
og allt virðist komið í algjöra steik
en þá var Rauða hauskúpan ekkert smeyk
og stóð sko keik.
Ástin er rokk og ról,
hún er okkar skjól,
hún er okkar besti kostur.
Ástin er rokk og ról
við þörfnumst hennar alla daga í myrkri jafnt sem sól…
Steindór: Þegar‘ þú horfir á mig verð ég alelda.
Systa: Sammála, augun þín eru olía.
Bæði: Nú er allt æðislegt, gjörsamlega.
Steindór: meira að segja algebra.
(Gulli:) Ég var bjáni að sóa mínum tíma
í að slæpast og hanga og hrekkja og stríða,
ég hef líka fundið ástina
…ástin mín er að græða peninga – ha ha ha!
Ástin er rokk og ról,
hún er okkar skjól,
hún er okkar besti kostur.
Ástin er rokk og ról,
við þörfnumst hennar alla daga í myrkri jafnt sem sól…
Og einu sinni enn!
Ástin er rokk og ról,
hún er okkar skjól,
hún er okkar besti kostur.
Ástin er rokk og ról,
við þörfnumst hennar alla daga í myrkri jafnt sem sól…
[af plötunni Abbababb: Tónlistin úr kvikmyndinni]














































