Ástir samlyndra vaxtarræktarhjóna
(Lag / texti: erlent lag / Jónas Árnason)
Ó, þú gersemi mín, þú dýra gersemi mín!
Inní mér er allt í toppi
útaf þínum stóra kroppi.
Ó, þú gersemi mín, þú dýra gersemi mín!
Þú ert lífs míns gómsætasta namminamm;
og ég elska í þér sérhvert gramm.
Ó, ó, ó, ó, ó, þú gersemi mín!
Ó, þú gersemi mín, þú dýra gersemi mín!
Alltaf þrái ég þig að líta,
þig að faðma, kyssa – bíta.
Ó, þú gersemi mín, þú dýra gersemi mín!
Þú ert glæsilegur eins og grimmur örn,
samanrekinn eins og sirkusbjörn.
Ó, ó, ó, ó, ó, þú gersemi mín!
Ó, þú gersemi mín, þú dýra gersemi mín!
Án þín ég í einsemd kúri
eins og dapurt ljón í búri.
Ó, þú gersemi mín, þú dýra gersemi mín!
En ef þú ert hjá mér hátt og snjallt ég syng.
Ást þín verkar eins og kraftlyfting.
Ó, ó, ó, ó, ó, þú gersemi mín.
[engar upplýsingar um lagið á plötum]
