Aumingi með Bónuspoka

Aumingi með Bónuspoka
(Lag og texti: Gunnar L. Hjálmarsson)

Ég er aumingi með Bónuspoka
og ríkið er búið að loka.
Allt mitt líf er byggt á falsi og lygi
og það er engin lygi.

Ég er aumingi með Bónuspoka
og ríkið er búið að loka.
Ég átti konu, hún fór með öðrum,
svona er að leggjast með nöðrum.
Ég dæli smápening í spilakassa
og gluggaumslögin trassa.

Aumingi, aumingi, aumingi, aumingi,
aumingja aumingi.

Og svo fer ég yfir móðuna miklu,
það munar varla miklu.
Því ég er aumingi með Bónuspoka
og ríkið er búið að loka.

[af plötunni Dr. Gunni – Nei, ókei]