Besti vinur minn er geimvera

Besti vinur minn er geimvera
(Lag og texti: Ragnheiður Eiríksdóttir)

Beeeeeeeeeeeeesti vinur minn er geimvera!
Besti vinur minn er geimvera,
hann er með skrýtinn búk,
pínulítill, með stóran haus
og kúkar bláum kúk.
Í morgunmat fær hann rafmagn
sem mamma hans framleiðir
og á laugardögum fær hann batterí
sem hann nagar og sleikir.

Besti vinur minn er geimvera,
hann býr við hliðina á mér
hjá húsinu hans er geimskipskúr,
þar má ekki leika sér.
Hann flutti í hverfið í fyrra,
hann kom frá Dagsíber,
hann saknar þess ekkert enda segir hann
sjónvarpið betri hér.

Beeeeeeeeeeeeesti vinur minn er geimvera!
Besti vinur minn er geimvera,
hann er góður í handbolta,
oftast er hann í marki
því hann hefur fálmara.
Við ætlum að stelast í geimskipið
og rúnta um mjólkurbraut,
kíkja í geimdýragarðinn
þar sem skoða má astrónaut.

[af plötunni Dr. Gunni og vinir hans – Alheimurinn]