Brestir og brak
(Lag / texti: Jón Múli Árnason / Jónas Árnason)
Slæmar eru nefndirnar, þungt er þeirra hlass.
Samt við munum skjóta þeim rebba fyrir rass.
Því við getum jólahaldi frestað frammí mars,
bara ef oss svo býður við að horfa.
Mér er sem ég heyri bresti og brak
undan þeim kynngikrafti
er þú þar niðrá þingi tekur þeim tak
þínum með þrumukjafti.
Já, Dreifbýlisflokkinn brýt ég á bak
eins og fúaflak.
Og gott ef ég ekki
burt af kofanum sprengi hið spanskgrænuforna þak!
Ill er tíðin, gys og gaman er hent
að verslunar fornu frelsi
og ljótra manna hatur hefur nú spennt
um vort líft haftahelsi.
En hyski það hið vona verður nú sent
veskú ganske pent
til bóndans í Neðra
sem af kurteisi býður því kost sinn og lósíment.
Þó að sitthvað gerist geigvænlegt í
þjóðlífsins húlahoppi
og tóbaksnefin ljótu séu nú sí
og æ í hvers manns koppi
skal jólagæsin fljúga frjáls enn á ný,
syngjandi dirrindí,
í fyllingu tímans
þegar tryggt er að réttlætið tapi ekki neitt á því.
[m.a. á plötunni Jón Múli Árnason: Söngdansar og ópusar – ýmsir]














































