Danshljómsveit
(Lag og texti: Hafþór Ólafsson)
Eilíft er skammtað að leika‘ undir dans,
ofboð við gerumst nú seyddir
í sjóðheitum ljósum og síðkjólafans
sjaldnast þó nema til neyddir.
Hæl og tá,
hrærð og sjá
hvirfillinn sjálfur snýst um þig.
Kvöld eftir öld í sjö hundruð ár
okkar er prógrammið hannað,
reynslan er ósvikin, standardinn hár
og við spilum aldrei neitt annað en
Hæl og tá…
Sífelldar kvöldvökur kergja‘ okkar geð
en kenjóttar dansblökur vís
veg okkar hingað í bölvaðast beð
burtfloginna hamingjudísa.
Hæl og tá…
Dansmennt er hátturinn hafður á
hyglar þar hver sínu nenni,
haldið er margra þeim takist að tjá
hvað tórir lífs und þeirra enni.
Hæl og tá…
[af plötunni Súkkat – Ull]














































