Dansinn

Dansinn
(Lag / texti: Daníel Friðjónsson / Jónbjörg S. Eyjólfsdóttir)

Komdu vina, komdu með mér, kvöldið fagurt er.
Komdu, nú er ég í stuði til að skemmta mér.
Fiðringur er fótum í, fjörið vex nú ótt,
komdu vina, komdu að dansa í nótt.

Tjúttum svo og tvistum, til í hvað sem er,
ballið er að byrja, flýttu þér.
Augnabliksins njótum, allt er ævintýr,
yfir töfrum dansins veröld býr.

Komdu vina, komdu með mér, kvöldið líður fljótt.
Könnum lífsins ævintýr og dönsum glatt í nótt.
Gáski þér í augum býr, glettið bros á vör,
göngum við í dansinn heit og ör.

Rómantíkin lifnar, líður ballið á,
hægt að vanga halla ég mér þá.
Lokalagið kæra, ætlað tveim og tveim
okkur fylgir er við göngum heim.

Komdu vina, komdu með mér, kvöldið fagurt er.
Komdu, nú er ég í stuði til að skemmta mér.
Fiðringur er fótum í, fjörið vex nú ótt.
Komdu vina, komdu að dansa í nótt.
Komdu vina, komdu að dansa í nótt.

[m.a. á plötunni Danshljómsveit Friðjóns Jóhannssonar – Austfirskir staksteinar II]