Dauðar hetjur
(Lag og texti: Gunnar L. Hjálmarsson)
Langar þig til að verða önnur dauð hetja,
berjast og falla fyrir föðurlandið,
láta „óvinina“ grafa þig með öllum hinum,
láta óvinina grafa þig með óvinum þínum.
Dauðar hetjur… Steindauðar hetjur!
Hverjir eru óvinir þínir, hverjir eru vinir,
er það kannski föðurlandið sem þú berst fyrir,
föðurlandið sem hefur alltaf útskúfan þig,
föðurlandið sem hefur alltaf þarfnast þín.
Dauðar hetjur… Steindauðar hetjur!
Haltu áfram að reyna að komast yfir víglínuna
því föðurlandið þarfnast þetta land
svo það geti framleitt fleiri einstaklinga,
svo það geti framleitt fleiri dauðar hetjur.
Dauðar hetjur… Steindauðar hetjur!
[m.a. á plötunni S.h. draumur – Goð+]














































