Doddi draugur
(Lag / texti: erlent lag / Gunnar L. Hjálmarsson)
Má ég kynna drauginn Dodda,
Doddi greyið draugsast út úr hól – í sól.
Í hólnum býr hann Doddi litli
og notar gamla tréskeið fyrir stól – líka um jól,
veslings Doddi hann má ekki eiga hund
og hann má ekki einu sinni fara í sund.
Sultardropar lafa úr nösum
á draugsa er byrjað að snjóa – út í móa
lufsast hann um torg og stræti,
það sér hann ekki nokkur sála – nema Pála.
Hún er göldrótt kerling, feikna hrum
og fæðir Dodda á köngulóm og ormum.
Svona líða árin löngu
gerist harla fátt hjá Dodda draug – ekkert spaug,
sumar, jafnt sem vor og vetur
líf hans Dodda bara eintómt gauf – eilíft pauf,
já krakkar mínar, þegar eitthvað bjátar á
hugsið þá til Dodda og hvað segiði þá?
Já – svei mér þá.
La la la la la la la la…
Doddi, Doddi, Doddi draugur,
aumingja litli Doddi draugur.
[af plötunni Dr. Gunni og vinir hans syngja og leika fyrir börnin – úr leikriti]

