Draumur um straum

Draumur um straum
(Lag og texti: Gunnar Örn Jónsson og Hafþór Ólafsson)

Ég húki í skápnum aleinn innst
aldrei berst mér nokkurt ljós,
ósk mín djörf hún flestum finnst,
mig fýsi að opna baunadós.

Ég á mér draum um straum.

Eina veit ég arga og súra
sem ýmist kann en ekki‘ að bölva
svo freklega vanrækt og flækt hennar snúra,
bara fimm ára gömul tölva.

Hún á sér draum…

Eftir dagsins stríða snudd
þú stillt mig getur á iljanudd,
það er vitað mál að vatn kann sig
hví virkjar enginn mig?

Ég á mér draum…

Ég oftast er kölluð Kitchen Aid
eða karlæg trunta á hægri reið
þó hjónabandssælu fyrir heila sveit
hafi ég möndlað í vetur sem leið.

[af plötunni Súkkat – Ull]