Dýr á braut
(Lag og texti: Gunnar L. Hjálmarsson)
Satúrnus, Júpiter og tungl,
Neptúnus, Mars, Venus, Plútó.
Það eru kúlur sem vilja,
vilja skoða‘ ykkur.
Stundum eru þær
stökk í sömu skorðu,
stundum eru þær
á fleygiferð frá jörðu,
þær eru fullar
af litlum sætum dýrum
sem vilja fara heim
og gráta‘ í tóminu.
Geimtíkur, geimkýr, Mars-svín,
eiturslöngur og allskonar litlar hvítar mýs,
þau svífa í tómi og gefa rugluð línurit
svo sem til hvers því þeir geta ekkert sannað,
pína bara lítil dýr sem að ættu‘ að vera bannað,
já dýrin hafa ekki rödd, þau geta ekki talað,
hættið því að nota þau og notið eitthvað annað.
Ég er könguló, ég vil fara heim.
Ég er kolkrabbi, ég vil fara heim.
Já, ég er krossfiskur, ég vil fara heim.
Já, ég er kettlingur, ég vil fara heim.
Ryðbrunnið, hrapað hræið af Spútnik 1, 2, 3.
Þeir nálguðust flakið asbestklæddir.
Og fundu geimtíkina dauða í – dauða í.
[m.a. á plötunni S.h. draumur – Goð+]














































