Ég dansa við lík
(Lag og texti: Gunnar L. Hjálmarsson)
Ég dansa við lík
sem dansar við mig,
ég dansa við lík
á gólfinu
fyrir framan
stóra stóra skermirinn,
sem að sýnir
svipmyndir frá aftöku.
Ég er í rosa stuði
á gólfinu,
ég er í rosa stuði
á gólfinu
fyrir framan stóra stóra spegilinn
sem að sýnir
svipmyndir frá aftöku.
Ég fell í gólfið,
ég fell ofan í glerbrotin,
ég er í stuði
þó ég trúi því ekki.
Nei, ég trúi því ekki.
Og þegar ballið er búið
dreg ég þig út,
reynum að finna líkbíl heim
í Fossvoginn
og oní brennslu brennsluofnanna
eða höldum veislu fyrir maðkana,
ég fell í gólfið,
ég fell ofan í glerbrotin,
ég er í stuði.
[m.a. á plötunni S.h. draumur – Goð]














































