Ég er enskur offíser
(Lag / texti: erlent lag / Jónas Árnason)
Ég er enskur offíser
eins og sérhver maður sér
og hann pabbi hann er milli, milli-jó-ner;
Hann er milli, hann er milli,
hann er milli, milli, milli, milli-jó-ner.
Lady Sandra Tatler-Tween
sem var lady fjarska fín,
hún var langa, langa, langa, langamma mín.
Hún var langa, hún var langa,
hún var langa, langa, langa, langamma mín.
Og hún átti sæmdarson
sem að var með Wellington
er hann slóst við Napó, Napó, Napóleon;
Slóst við Napó, slóst við Napó,
slóst við Napó, Napó, Napó, Napóleon.
Sonur hans var Merry Mack,
sá sem Íra hjó í hakk,
það hið vonda rakka, rakka, rakkarapakk;
Vonda rakka, vonda rakka,
vonda rakka, rakka, rakka, rakkarapakk.
Hann til Súdan sendur var
og hann hengdi, skaut og skar
ljótu Hottentotta, totta, tottana þar;
Ljótu Hotten, ljótu Hotten,
ljótu Hottentotta, totta, tottana þar.
Hér er felli þetta tal
um mitt fræga frændaval
því að annars verð ég sentí, sentímental:
Verð ég sentí, verð ég sentí,
verð ég sentí, sentí, sentí sentímental.
Þess að lokum þó ég get
að minn kóng ég mikils met
og hand dóttur hana Elí, Elísabet;
Hana Elí, hana Elí,
hana Elí, Elí, Elí, Elísabet.
[engar upplýsingar um lagið á plötum]














































