Ég missi alla stjórn
(Lag og texti: Vignir Snær Vigfússon)
Ég horfi út um stóran glugga,
blasir við fögur sýn.
Hugur sem of hröð klukka
og hjarta sem gefur í.
Það brýst út í mér.
Ég finn að spennan hún magnast
og ég missi alla stjórn.
Allt það sem ég hef að óttast
er að ég missi alla stjórn á mér.
Magnast sá mikli ofsi,
orkan hún flæðir út.
Finnst mér að dýrið losni
og skynsemin fjarar út.
Það brýst út í mér.
Ég finn að spennan hún magnast
og ég missi alla stjórn.
Allt það sem ég hef að óttast
er að ég missi alla stjórn á mér.
[af plötunni Írafár – Írafár]














































