Ég verð að þrauka
(Lag og texti: Gunnar L. Hjálmarsson)
Mér er kalt,
mér er kalt og það er dimmt úti,
brun og svig,
brun og svig og eldrautt hættustig.
Allt er blautt,
allt er blautt og mér er dimmt inni,
handbolti,
handbolti og hamfarir.
Dag eftir dag,
ég tel dagana.
Dag eftir dag,
ég tel
að ég verði að þrauka,
ég verð að þrauka,
ég verð að þrauka,
ég verð að þrauka
fram á vor.
Mér er kalt,
mér er kalt og það er dimmt úti.
Snyrtileg
beinagrind öskrar á mig.
Allt er grátt,
allt er grátt og sólin er dauð,
súld og slabb,
súld og slabb og drepsóttir.
Dag eftir dag,
ég tel dagana.
Dag eftir dag,
ég tel
að ég verði að þrauka,
ég verð að þrauka,
ég verð að þrauka,
ég verð að þrauka
fram á vor.
[af plötunni Dr. Gunni – Nei, ókei]














































