Eldur í mér

Eldur í mér
(Lag / texti: Vignir Snær Vigfússon / Birgitta Haukdal)

Fjársjóður falinn varst þú mér,
gleði og gull í hjarta þér.
Örvandi hlýja um mig fer,
hjarta þitt kveikt hefur í mér.

Eldur í mér.
Fer að hitna, brennur, þú ert hér.
Kviknað í mér.
Hitinn magnast ef að þú ert hér.

Seiðandi augun, englabros,
örlitlir vængir, Pétursspor
leiðir mig áfram, sýnir mér
svífandi skal ég fylgja þér.

Eldur í mér.
Fer að hitna, brennur, þú ert hér.
Kviknað í mér.
Hitinn magnast ef að þú ert hér.

Dagar og nætur segja mér,
ég mun aldrei gleyma þér.
Mynd mín mun ávallt vera hér
geymd í huga mér.

Eldur í mér.
Fer að hitna, brennur, þú ert hér.
Kviknað í mér.
Hitinn magnast ef að þú ert hér.

[m.a. á plötunni Írafár – Allt sem ég sé]