Eyjasyrpa (Þjóðhátíðarlag 1972)
(Lag / texti: Þorgeir Guðmundsson / Sigurbjörg Axelsdóttir)
Fegurð, friðsæld og kyrrð
finnst hvergi meiri en í Eyjanna byggð.
Sumrin sífellt svo björt,
síðkvöldin fögur er húmar að ört.
Herjólfsdalur og Há.
Helgafelli baðar sig geislum frá,
sólarlagið er dásamleg sýn, allt þetta brosir til þín.
Urðum útsýn ber af
eyjum í sveitirnar handan við haf.
Skansinn og innsiglingin,
sigla heim skipin oft drekkhlaðin inn.
sóló
Fegurð, friðsæld og kyrrð
finnst hvergi meiri en í Eyjanna byggð.
Sumrin sífellt svo björt,
síðkvöldin fögur er húmar að ört.
Herjólfsdalur og Há.
Helgafelli baðar sig geislum frá,
sólarlagið er dásamleg sýn, allt þetta brosir til þín.
Urðum útsýn ber af
eyjum í sveitirnar handan við haf.
Skansinn og innsiglingin,
sigla heim skipin oft drekkhlaðin inn.
[af smáskífunni Helgi Hermannsson – Eyjasyrpa]














































