Ferð án enda
(Lag / texti: Steinar Gunnarsson / Bjarni Tryggvason)
Þar sem draumar enda,
er djúpið kalt.
Þar sjálf dyggðin er seld, gefin
og sakleysið falt.
Taktu þér tak, er töfrahljóð.
Læðast og lifa, er sál þín í logum stóð.
Frjáls mun hún fljúga.
Að feigðinni hlúa.
En er eldurinn dvín og í öskunni glóir
inn hún kemur til lendingar skjótt
og úr augunum skín og úr þeim flóa
æskutárin sem þorna og deyja í nótt.
Ástin er elt
af englakór
í ferð sem á sér engan enda.
Ferð sem enginn fór.
Hve sæl vil trúa.
Láta sjálfan sannleikann ljúga.
En þegar eldurinn dvín og í öskunni glóir
inn hún kemur til lendingar og skjótt
úr augunum skín og úr þeim flóa
æskutáin sem þorna og deyja í nótt.
Taktu þér tak, er töfrahljóð
læðast og lifa, er sál þín í logum stóð.
Frjáls mun hún fljúga.
Að feigðinni hlúa.
En er eldurinn dvín og í öskunni glóir
inn hún kemur til lendingar skjótt
og úr augunum skín og úr þeim flóa
æskutárin sem þorna og deyja í nótt.
[af plötunni Súellen – Ferð án enda]














































