Fjalladúfan hressa

Fjalladúfan hressa
(Lag og texti: Megas)

Fjalladúfan fríða
flýgur hátt og víða,
hún þarf þó ekki frekari boða að bíða
ef þú blístrar og kallar til hennar: komdu að ríða.

Fjalladúfan frama
hvorki firtist né byrjar að stama
þó svo folinn klikki, þetta er þvílík dugnaðardama
og dæmir ekki hart – henni er sama.

Fjalladúfan fína
fer bara undir sængina sína
og lætur hugann draga á tálar keisarann í Kína,
hún kann á sína pullu – þekkirðu þína?

Dúfa fjalls og flóa
lætur fíflarana bara róa
ef þeir eiga ekki til í sér náttúru nóga,
næturlangt þá vill hún sér miklu frekar fróa.

Dúfan fjalla firna sæta
veit að fiðring eltir væta
og hún hugsar með sér öll má bölin bæta
og beinir flugi í átt að strætinu stræta.

Um það vil ég ekkert meira segja,
engan slíkan lopa teygja
en heyrist þér sem hundur sé að geyja
er víst að hljóðað verður senn og veinað: ég er að deyja.

Dúfa sú drottnari fjalla
er drátthög á þá alla
sem lítilsháttar – lært hafa að malla,
hún leyfir þeim frjálst að falla.

Fjalladúfan drauma
dísin ástar ónauma
hún berst hetjulega með þér gegnum stríða straum
og svo stígurðu á land fyrir handan svo vel heldur hún um trauma.

Fjalladúfu í dalinn
sver drengja fjöld ég þangað skal inn
kóralrauðan sjávarilmandi salinn
af sárri þrá hverja stund kvalinn.

Fjalladúfan á sínu flugi
fangar allra hugi,
það er haft fyrir satt að þeir hlekkir meir en dugi
til að gera hlægilega mein verstustu bugi.

Fjalladúfan dúndurhressa
aldrei dúsir hún sem hver önnur klessa
á hlemminum með sína alla hefta vessa
í hórubás – nei til þess er hún of mikil prinsessa.

Fjalladúfan frihíða
flækist gjarnan lengi þó og víða
en þyki henni tíminn af grunsamlegu taktleysi líða
væri hún til með að-hað detta bara í það.

Fjalladúfan drjúga
leyfir draum inn í sig altað smjúga
og ekki er ég neitt uppá hana að ljúga
þó ég án alls gamans fullyrði: fljúga þar sem fljúga.

Fjalladúfan sykursæta
sómakær virta dáða mæta
systra vorra oss var trúi ég sagt að gæta
en svei því hún þurfi nokkra aðstoð – ekki glæta.

Fjalladúfan fagra
þér fer nú uppúr þurru að gagra
og segir þá loks ef hitturðu á mig ýkt mjóa og magra
máttu vita að þá mig hefurðu – safú og ðagra.

Fjalladúfan ægifögur
fílar í botn dúbíusar sögur
og verður smámsaman fuhurðu mjó og mögur,
hve möerg eru ágirndarefnin ef augun eru fjögur.

Fjalladúfan fræga
á til fýsn slíka og náttúru næga
því kýs hún gjarnan ganginn lötur-löturhæga
ef ekki gætir þín þá hefuðu hana á hælunum – með sveðju – æga.

Fjalladúfurnar döngun
gerir drátt úr margri löngun
þú heldur að staddur sértu í hófstilltustu vöngun
ögn hlýlegri – djömpkött – uppí bóli og heitir föngun.

Fjalladúfan fýsna smiður
hefur fært þig nauðugan niður
í ból sitt og úr öllu en kostur er bestur friður,
þú býður (meiren viljugur) instant uppgjöf og þannig skapast fastur liður.

Nú ætla ég nauðugur að hætta
því nóg hef ég marga mæta fugla grætta
sem héldu að ættu mig og sig hugðust fá í miðju bætta
miskunn þeim flær og lýs mín fjalladúfa hafi ég þig bara kætta.

[af plötunni Súkkat – Ull]