Fjörðurinn okkar

Fjörðurinn okkar
(Lag og texti: Magnús Bjarni Helgason)

Fjörðurinn okkar er friðsæll og hlýr
við öll erum sammála um það.
Því hvergi í heimi finnum við enn
fegurri og yndislegri stað.
Nú komum við saman og fögnum hér öll
og enginn af gleði verður lens.
Um helgina syngjum og dönsum um völl
og upplifum Álfaborgarséns.

Já komdu í Fjörðinn því fjörið er hér
og upplifðu ævintýr,
því enginn sem einn um Álfaborg fer
makalaus þaðan snýr.
Finndu þar skútann Dyrfjalli mót
eða lautina sunnan við
og sjálfkrafa rómantíkin þá tekur við.

Velkominn vinur hver sem þú ert,
þú unir þér vel á þessum stað.
Ungir sem aldnir mætum hér öll
og helgina fílum hreint í spað.
Markaður, sigling, ganga um fjöll
og árvissan dansleik bjóðum við.
Svo bíður þín Borgin í stígandi sól,
þar áttu þér séns og unaðsfrið.

Já komdu í Fjörðinn því fjörið er hér
og upplifðu ævintýr,
því enginn sem einn um Álfaborg fer
makalaus þaðan snýr.
Finndu þar skútann Dyrfjalli mót
eða lautina sunnan við
og sjálfkrafa rómantíkin þá tekur við.

[m.a. á plötunni Fjörðurinn okkar – ýmsir]