Fjörið á þessu þorrablóti

Fjörið á þessu þorrablóti
(Lag / texti: erlent lag / Jónas Árnason)

Ég fór eitt sinn um Frakkland þvert
og fagnaðar naut þar með ýmsu móti.

Viðlag
Mér finnst þó vera meir um vert
fjörið á þessu þorrablóti.
Jiddijaddíjei, jiddíjaddíjei,
fjörið á þessu þorrablóti,
jiddíjaddíjei, jiddíjaddíjei,
mér finnst þó meir um vert.

Það er víst rétt að sæll þú sért
er siglirðu uppeftir Rínarfljóti.

Viðlag

Á Majorka fólk sig baðar bert
og brátt verður hörund þess líkast sóti.

Viðlag

Þó danska ölið sé æði sterkt
og ýmsir í Kaupinhöfn vel þess njóti.

Viðlag

Já – margt er sér til gamans gert
í glitrandi mannslífsins ölduróti.

Viðlag

[engar upplýsingar um lagið á plötum]