Framhaldsþátturinn Líf

Framhaldsþátturinn Líf
(Lag og texti: Gunnar L. Hjálmarsson)

Hei, mætti ég trufla þig smá stund,
ég skal vera stutt,
mig þykir leitt að koma flatt upp á þig
þegar þú hefur það svona helvíti næs.
En málið er, ég get ekki tjáð mig
allt stendur fast, hvar á ég að byrja?
Ó, að vera orðlaus asni eins og ég.
Allir eiga að vera í fínu formi og borða Kókópuffs á morgnana,
vera í eróbikk og jogging-galla.
Ó, að vera orðlaus asni eins og ég.
Ég neytandi, ég er þolandi,
ég er neytandi á framhaldsþáttinn líf.
Svo kemur laugardagskvöld,
lottó klukkan hálf níu,
ég er með tíu raðir hlýt að vinna í kvöld.
Eina milljón, hundrað þúsund,
ok allt í lagi, 10 væri svo sem alveg nóg fyrir mig,
eða fimm, eða tvær, eða ein…

Allt í lagi
Skelltu þá bara á mig,
ég skil það vel ef þér finnst ég fúll,
ég leggst í sófann,
opna útvarpið,
læt þulina vera í góðu skapi fyrir mig.

[af kassettunni Snarl II: Veröldin er veimiltíta!]