Fyrir 100 árum

Fyrir 100 árum
(Lag og texti: Gunnar L. Hjálmarsson)

Það voru allir drulluskítugir
og sísvangir og dvergvaxnir
og bjuggu‘ í moldarkofum,
ljóslausum og hriplekum.

Viðlag
Fyrir 100 árum var ég ekki til
sem betur fer.
Fyrir 100 árum var ég ekki til
sem betur fer.

Og fólkið vann og vann og vann
og vann og vann og vann og vann – og vann
og lá í einni kös með vindverki
og súrmeti og allt úti.

Viðlag

[af plötunni Dr. Gunni – Stóri hvellur]