Gaman og alvara (Þjóðhátíðarlag 1983)

Gaman og alvara (Þjóðhátíðarlag 1983)
(Lag og texti: Kristinn Bjarnason)

Á þjóðhátíð Eyjanna allir sér skella
fjörið er mikið og fólkið er margt.
Á pallana hljómsveitir hljóðfærum smella
og rótarar tengja þau meðan er bjart.

Í dalnum er sungið og spilað
og hlustað á hlægilegt spjall.
En mæðurnar vilja að dætrum sé skilað
svo lendi þær ekki með strákum á svall.

Í Herjólfsdal fólkið nú streymir með tjöldin,
myndar þar götur og skíra um leið.
Hjá körlunum pelinn á æði oft völdin
þar ganga þeir aftur sitt unglingaskeið.

Í dalnum er sungið og spilað
og hlustað á hlægilegt spjall.
En mæðurnar vilja að dætrum sé skilað
svo lendi þær ekki með strákum á svall.

Í dalnum er alltaf svo dýrðlega gaman
öllum finnst skemmtunin takast svo vel.
Þá utan af landi fólk lendir oft saman
til þess að dansa á lítilli skel.

Í dalnum er sungið og spilað
og hlustað á hlægilegt spjall.
En mæðurnar vilja að dætrum sé skilað
svo lendi þær ekki með strákum á svall.

Sóló

Nú tjaldborgir falla og þjóðhátíð endar,
dalnum er lokað og fólkið fer heim.
Og þakklætiskveðjur eru nefndinni sendar
í útvarpi og blöðum um ofsalegt geim.

Að lokum við syngjum öll saman
og segjum hvert öðru frá því
að allt hér er búið að vera svo gaman,
að við getum þess vegna hist hér á ný.

Að lokum við syngjum öll saman
og segjum hvert öðru frá því
að allt hér er búið að vera svo gaman,
að við getum þess vegna hist hér á ný.
Að við getum þess vegna hist hér á ný.
Að við getum þess vegna hist hér á ný.

[af smáskífunni Hljómsveit Stefáns P. – Gaman og alvara]