Gleðisveifla
(Lag og texti: Stefán Bragason)
Gott er mjög í kreppu að kætast,
kynnast fólki, vingast, mætast.
Langt um verður lífið skárra þá.
Öll við þekkjum ættarmótin,
árshátíðir, þorrablótin.
Amstri dagsins oft þar gleyma má.
Saman vinir sveiflast þar í galsa,
sæla dansins fáu virðist lík.
Fætur stíga foxtrott, polka og valsa
og faðmlög vekja æskurómantík.
Látum rætast leynda drauma,
lífsins vekjum gleðistrauma.
Dönsum þó að drjúpi sviti af brá.
[m.a. á plötunni Danshljómsveit Friðjóns Jóhannssonar – Austfirskir staksteinar]














































